Meirihluti aðildarríkja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins styðja breytingar á atkvæðavægi innan sjóðsins sem forstjóri hans, Dominique Strauss-Kahn, lagði til fyrir mánuði síðan. Í breytingunum felst að hluti atkvæðamagns færist frá þróuðum ríkjum til vaxandi hagkerfa á borð við Indland og Kína.

Vægi atkvæða hvers ríkis mun byggjast á stærð hagkerfis þess. Breytingarnar fela einnig í sér að gjaldið sem aðildarríkin greiða til sjóðsins byggist á stærð þeirra. Breytingarnar þarf nú að staðfesta í löggjöf aðildarríkjanna.

175 af 185 aðildarríkjum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins greiddu atkvæði með tillögunni. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tilkynnti ekki um hvaða lönd greiddu atkvæði á móti tillögunni, en þau voru 5 og 5 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Reuters hafa þó greint frá því að Argentina, Angola og Kyrrahafseyjan Palau hafi greitt atkvæði gegn breytingunni.