Verulegur áhugi er hér því hér á landi að reistar verði kísilmálmverksmiðjur fremur en fleiri álver. Sérfræðingar vara þó við að mikið offramboð sé í kortunum og The Washington Post lýsir þessu sem nýjasta „dot-com" loftbóluævintýrinu.

Talsverð pólitísk átök hafa verið um hvaða leiðir skuli fara í stóriðjuuppbyggingu á Bakka við Húsavík. Þar áformar Alcoa enn að reisa stórt álver, en umhverfisverndarsinnar eru því andsnúnir. Fjárfestingafélagið Strokkur-Energy er nú að skoða möguleika á að reisa verksmiðju á Bakka til að framleiða 7.200 tonn af svokölluðum sólarkísil.

„Þetta er enn iðnaður í vexti þrátt fyrir kreppuna. Það er að vísu bakslag þar sem hægt hefur á vexti, meðan hefðbundin málmframleiðsla er í beinum samdrætti,” segir Eyþór Arnalds stjórnarformaður Strokks-Energy.   Sjá úttekt  í Viðskiptablaðinu í dag.