Færeyska olíu- og gasfyrirtækið Atlantic Petroleum, sem er bæði skráð í kauphöllina í Danmörku og hér á landi, hefur staðfest að hafa fundið olíu við Hook Head olíustöðina, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Forstjóri Atlantic Petroleum, Wilhelm Petersen, segir fyrirtækið sérlega ánægt með niðurstöðurnar og þær framfarir sem færi Hook Head í áttina að því að verða raunhæft olíuframleiðslusvæði.

Fyrirtækið hefur hækkað um 11,5% í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn það sem af er degi.