Atlantsolía fagnar í dag opnun 5 stöðvarinnar í Reykjavík en af því tilefni mun Páll Rúnar Elíson, formaður Breiðuvíkursamtakana, opna formlega nýju bensínstöðina við Skúlagötu 15 – við Aktu Taktu kl. 16.00 í dag.

Jafnframt munu Breiðuvíkursamtökin hljóta óvenjulegan styrk en fyrsta mánuðinn mun hluti af hverjum seldum bensínlítra renna til samtakanna. Breiðuvíkursamtökin voru stofnuð í apríl síðastliðnum í framhaldi af umræðum um málefni Breiðuvíkur í fjölmiðlum.  Markmið samtakana er að vera málsvari og hagsmunasamtök fólks sem á um sárt að binda eftir að hafa verið vistað á heimilum af þessu tagi.