Atorka birtir uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung á morgun. "Við spáum að hreinar fjármunatekjur félagsins nemi 844 milljónir króna og að hagnaður eftir skatt verði 577 milljónir króna. Afkoma Atorku hefur verið góð það sem af er ári og skýrist það að hluta til af breyttum uppgjörsaðferðum en einnig af góðum rekstri dótturfyrirtækja félagsins.

Rekstur Jarðborana hefur gengið mjög vel það sem af er ári og er verkefnastaða fyrirtækisins góð. Vöxtur dótturfélags Atorku, Promens, hefur verið mikill undanfarin misseri, með kaupum á Bonar Plastics á síðasta ári og Elhart Plastics í apríl á þessu ári," segir greiningardeild Landsbankans.