Atorka hefur sent tilkynningu til Kauphallarinnar um að gjalddagi á skuldabréfaflokknum ATOR 07 8 verði ekki greiddur en félagið er nýlega komið úr kyrrstöðu gagnvart skuldum og vinnur nú að fjárhagslegri endurskipulagningu.

Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Atorku þann 7. maí sl. hefur félagið ráðið í vinnu PricewaterhouseCoopers í Danmörku til að vinna að heildstæðu mati á virði eignarsafns Atorku og líklegri þróun á eignum félagsins til lengri tíma litið. Ráðgert er að vinnan taki 3-4 vikur og verði lokið í enda maímánaðar.

Í kjölfarið  mun Atorka kynna hugmyndir að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins