Fyrstu tuttugu viðskiptadagana í Kauphöllinni á þessu ári, þ.e. frá 2. janúar til 29. janúar, nam veltan á hlutabréfamarkaði 25,3 milljörðum króna. Meðalvelta á dag var því um 1.265 milljónir króna. Þetta er gríðarleg aukning frá því sem var fyrstu tuttugu dagana í janúar í fyrra. Þá nam heildarveltan aðeins 3,2 milljörðum króna og meðaldagsveltan var því um 159,5 milljónir. Kemur þetta fram í tölum frá Kauphöllinni.

Velta á hlutabréfamarkaði í byrjun þessa árs er því rétt tæplega áttföld velta sem var á sambærilegu tímabili í fyrra.

Úrvalsvísitalan hefur líka hækkað töluvert á þessum tuttugu dögum, eða um 9,43%. Það er því útlit fyrir að spár markaðsaðila um að 2013 sé ár hlutabréfanna séu að rætast.