Atvinnuleysi á evrusvæðinu í mars var óbreytt á milli mánaða og nam 7,1%. Þetta kom fram í gær í nýjum tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Þetta þýðir að atvinnuleysi er áfram í sögulegu lágmarki. En frá því að sameiginleg söfnun gagna á evrusvæðinu hófst árið 1993 hefur það ekki mælst jafnlítið.

Í þeim löndum sem eiga aðild að Evrópusambandinu hélst atvinnuleysi einnig óbreytt á milli mánaða og mældist 6.7%. Meðal aðildarríkja í Evrópusambandinu var atvinnuleysi minnst í Hollandi, 2,6%, og Danmörku, 3,1%. Mest var það í Slóvakíu, 9,8%), en Spánn fylgir fast á hæla Slóvakíu og mælist atvinnuleysi þar í landi 9,3%. Hlutfallið hefur hækkað talsvert á Spáni síðastliðið ár, en fyrir ári mældist atvinnuleysi 8,1%.

Til samanburðar mældist atvinnuleysi á Íslandi á fyrsta ársfjórðungi 2,3%.