Atvinnuleysi mældist 11,7% á evrusvæðinu í síðasta mánuði, samkvæmt mælingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Það var 11,6% í september og var þá í methæðum. Erlendir fjölmiðar segja þetta ekki jákvæðar tölur. Þeir bend á að Mario Draghi, aðalseðlabankastjóri evrópska seðlabankastjóri evrópska seðlabankans, búist ekki við að þar muni sjá til sólar fyrr en á seinni helmingi næsta árs. Prósentutölurnar merkja að 18,7 milljónir íbúa evruríkjanna eru án atvinnu.

Talsverður munur er á atvinnuleysistölunum á milli landa. Staðan er verst í S-Evrópu. Atvinnuleysið jókst m.a. talsvert á Spáni, fór úr 25,8% í 26,2% og úr 10,8% á Ítalíu í 11,1%.

Til samanburðar mældist 5,4% atvinnuleysi í Þýskalandi og aðeins 4,3% atvinnuleysi í Austurríki þar sem það er minnst. Til frekari samanburðar mældist 5,2% atvinnuleysi hér á landi í október.