Umsóknum um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum fjölgaði um 12 þúsund í síðustu viku og eru nú 321 þúsund á skrá, segir í frétt Dow Jones.

Greiningaraðilar höfðu spáð að umsóknum myndi fjölga um tvö þúsund og er því aukningin yfir væntingum, sem þykir gefa til kynna að ástandið á atvinnumarkaðnum sé að versna, en aukning atvinnuleysisbóta er þó í samræmi við launahækkanir þar í landi, segir í fréttinni.

í síðasta mánuði fjölgaði umsóknum um að meðaltali þrjú þúsund á viku og hefur það ekki verið meira síðan í ágúst.