Atvinnuleysi hefur aukist verulega í Bandaríkjunum undanfarið. Náði það nýjum hæðum í maí og hefur það ekki verið jafnmikið í tvo áratugi.

Hafa menn áhyggjur af því að þetta kunni að bitna á mörkuðum í þessu stæðsta hagkerfi heims. Frá þessu er m.a. greint á fréttavef BBC. Atvinnuleysi mældist áður 5% en síðan í maí hefur það farið upp í 5,5%.

Vegna minnkandi gróða undanfarið þá ríkir nú ákveðin tregða við mannaráðningar meðal bandarískra fyrirtæka. Hátt olíu- og hráefnaverð hefur þar áhrif, en það hefur aukinn kostnað í för með sér fyrir fyrirtækin.