Atvinnuleysi á Írlandi hefur ekki verið lægra í fimm ár en atvinnulausum fækkaði um 4.400 í júní mánuði og eru nú um 386.200 atvinnulausir þar í landi. Þetta kemur fram í frétt á vef írsku hagstofunnar .

Samkvæmt AFP er þetta er minnsta at­vinnu­leysi síðan í apríl 2009, atvinnuleysi var 11,6% í júní og 11,7% í maí en mest var það 15,1% í fe­brú­ar 2012.

Fjöldi manna sem sækist eftir félagslegum bótum hefur einnig dregist saman.

Hagfræðingar telja að minna atvinnuleysi skýrist að miklu leyti með brott­flutn­ingi fólks frá Írlandi, einkum ungs fólks, en einnig batn­andi aðstæðum í hag­kerf­inu. Írska efna­hags­lífið sé þó enn viðkvæmt.