*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 11. nóvember 2011 17:01

Atvinnuleysi jókst í október

Alls voru að meðaltali 10.918 á atvinnuleysisskrá í október og fjölgaði þeim í fyrsta skipti í langan tíma.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Þegar daginn tekur að stytta hækkar atvinnuleysi jafnan á Íslandi og er haustið 2011 þar engin undantekning. Atvinnuleysi í október mældist 6,8% og hækkaði það um 0,2 prósentustig á milli mánaða samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um ástandið á vinnumarkaði í október sem birt var í dag.

Atvinnulausum fjölgaði að meðaltali um 159 í mánuðinu og voru 10.918 og er þetta í fyrsta skipti í alllangan tíma sem atvinnulausum fjölgar á milli mánaða. Áætlaður mannfjöldi á vinnumarkaði var rúmlega 160 þúsund í október.

Eins og áður sagði eykst atvinnuleysi jafnan á haustin og reiknar Vinnumálastofnun með að í nóvember verði það 6,9-7,2%.