Skráð atvinnuleysi í júní 2013 var 3,9%, en að meðaltali voru 6.935 atvinnulausir í júní og fækkaði atvinnulausum um 580 að meðaltali frá maí eða um 0,4 prósentustig, samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar.

Í júní fækkaði atvinnulausum körlum um 417 að meðaltali en konum um 163 og var atvinnuleysið 3,3% meðal karla og 4,6% meðal kvenna. Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 233 á höfuðborgarsvæðinu en um 347 að meðaltali á landsbyggðinni. Atvinnuleysið var 4,5% á höfuðborgarsvæðinu og minnkaði úr 4,8% í maí. Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 2,8% og minnkaði úr 3,5% í maí. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum, 5,3%. Minnst var atvinnuleysið áNorðurlandi vestra, 1%.

Alls voru 7.271 manns atvinnulausir í lok júní. Þeir sem voru atvinnulausir að fullu voru hins vegar 6.382. Fjöldi þeirra semhafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði samfellt er nú 3.917, fækkaði um 295 frá maí og eru um 54% þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá í júní. Fjöldi þeirra sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár samfellt var 2.106 í júnílok, en 2.236 í maílok og fækkar um 130 frá maílokum.