Þeim sem voru á atvinnuleysisskrá fækkaði um 252.000 í Bandaríkjunum í desember. Það er tólfti mánuðurinn í röð þar sem atvinnulausum fækkar um meira en 200.000 Fyrir vikið er árið 2014 besta 12 mánaða tímabil síðan 1994 hvað samdrátt í atvinnuleysi varðar. Atvinnuleysi mældist 5,6%, borið saman við 5,8% mánuði fyrr. Á einu ári hefur hlutfall atvinnulausra lækkað úr 6,7% í 5,6% og 2.771.000 færri eru án atvinnu. Þetta kemur fram í tölfræði Vinnumálastofnunar Bandaríkjanna.

Þá kemur fram að helsta skýring á lækkuðu atvinnuleysi á milli nóvember og desember er sú að margir hafi farið af vinnumarkaði. Þá lækkuðu meðallaun um 5 sent á klukkustund, eða 0,2% sem dregur aðeins úr góðu tíðindunum.

Reuters greinir frá.