Skráð atvinnuleysi í júní var 3,2%, en að meðaltali voru 5.717 atvinnulausir í júní, að því er fram kemur í nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnulausum fækkaði um 576 frá maí, sem samsvarar 0,4 prósentustiga lækkun.

Að meðaltali voru voru 2.540 karlar á atvinnuleysisskrá í maí og 3.177 konur. Því mældist atvinnuleysið 2,6% meðal karla og 4% meðal kvenna. Atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu mældist 3,6%, samanborið við 2,5% á landsbyggðinni. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum, 4,6%.

Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði samfellt er nú 3.188 og fækkar um 289 frá maí. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í ár eða lengur samfellt var 1.685 í júnílok og fækkar um 111 milli mánaða.

Í júní voru samtals 415 einstaklingar skráðir í vinnumarkaðsúrræði, sem greidd eru af Atvinnuleysistryggingasjóði. Viðkomandi einstaklingar teljast ekki með í atvinnuleysistölum.