Atvinnuleysi var 1% í maímánuði samkvæmt mælingu Vinnumálastofnunar. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem atvinnuleysi mælist 1% en það var 1,1% á sama tíma í fyrra. Áætlað vinnuafl hefur hins vegar aukist um 3.017 manns milli ára. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi er 0,9% og hækkar örlítið milli mánaða.

Þrátt fyrir að atvinnuleysi dragist jafnan saman milli maí og júní býst Vinnumálastofnun við auknu atvinnuleysi í júní og það verði á bilinu 1-1,3%. Greint var frá þessu í Vegvísi Landsbankans.