Hamborgarakeðjan Burger King telur að bann bresku ríkisstjórnarinnar við auglýsingum sem miðaðar eru að börnum muni ekki hafa teljanleg áhrif á rekstur fyrirtækisins, segir í frétt Dow Jones.

Forstjóri Burger King í Evrópu, Peter Robinson, segir að markhópur fyrirtækisins hafi alltaf verið 18 til 34 ára aldur, en hann telur að auglýsingabannið muni mun frekar hafa áhrif á samkeppnisaðila sína.

Við lok fyrsta ársfjórðungs fjárhagsársins 2007 átti Burger King 76 veitingastaði í Bretlandi.

Fyrr í vikunni sagði forstjóri deildar Burger King í Norð-Vestur Evrópu að hann teldi að sala myndi minnka um 10-15% í Bretlandi vegna auglýsingabannsins.