Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið, að 43 milljarða aukaútgjöld ríkissjóðs vegna meðal annars Spkef og tapreksturs Byggðastofnunar muni ekki skila sér í hærri sköttum og frekari niðurskurði á næsta ári. Ríkið mun taka lán vegna Spkef en vaxtakostnaður nemur fimm milljörðum króna.

Fjármálaráðuneytið birti í gær uppgjör á ríkisreikningi fyrir síðasta ár. Fjárlagahallinn nam tæpum níutíu milljörðum króna sem fjörutíu og þremur milljörðum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Það skýrist meðal annars af tuttugu milljarða kostnaði ríkissins vegna Spkef og einnig vegna uppsafnaðs rekstrarhalla Byggðastofnunar og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Oddný G. Sigurðardóttir fjármálaráðherra, segir að þessi halli muni ekki hafa áhrif á fjárlög næst árs.