Mikil óánægja er meðal minni fjármálafyrirtækja og fjárfestingarbanka vegna reglna Fjármálaeftirlitsins (FME) um kaupaukakerfi. Reglurnar þykja íþyngjandi og telja stjórnendur fyrirtækjanna að þær ýti undir rekstraráhættu, þveröfugt við það sem þeim er ætlað að gera. Aukin áhætta vegna reglanna felst einkum í því að fastur launakostnaður er hærri en ella, að mati stjórnenda. Hjá verðbréfafyrirtækjum hafa reglurnar ýtt undir þróun í þá átt að starfsmenn eignist hlutabréf í félögunum, til dæmis B-hlutabréf, og er „kaupauki“ þá í formi arðgreiðslna. Sá háttur líkist meðeigendakerfum sem þekkist hjá endurskoðunarskrifstofum og lögmannsstofum.

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, segist hafa orðið vör við gagnrýnina og telur tímabært að eftirlitið skoði framkvæmd reglanna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.