*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 11. mars 2015 08:35

Aukin eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði

Minnkandi atvinnuleysi og aukinn fjöldi fólks á atvinnualdri eykur eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði, segir forstjóri Eikar.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri fasteignafélagsins Eikar, segir eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði vera að aukast.

Í samtali við Markaðinn á Fréttablaðinu segist hann hafa talið 80 til 85 þúsund fermetra lausa haustið 2013, en hann telji töluna nú komna niður í 65-70 þúsund einu og hálfu ári síðar.

Garðar segir þetta vera vegna meiri mannfjölda, lækkandi atvinnuleysis og fleira fólks á atvinnualdri. Fólki sem þurfi atvinnuhúsnæði fari því fjölgandi.