Alls seldust Barbie dúkkur fyrir 1,35 milljarða dala á síðasta ári og hefur salan ekki verið meiri frá árinu 2014. Er helsta skýringin á þessari miklu sölu sögð vera sú að foreldrar hafi birgt sig upp af leikföngum á tímum alheimsfaraldurs og útgöngubanna til að koma börnum sínum í gegnum þessa erfiðu tíma. BBC greinir frá.

Jókst sala á dúkkunum um 16% frá fyrra ári sem skilaði sér í bestu sölutölum framleiðandans, Mattel, frá árinu 2017.

Kórónuveirufaraldurinn hefur aukið sölu leikfangageirans sem hafði átt í erfiðleikum með að takast á við ört vaxandi samkeppni í afþreyingarmöguleikum.