Eins og kunnugt er verður Dr. Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, nýr rektor Háskólans í Reykjavík frá og með byrjun næsta árs.Háskólinn í Reykjavík hefur á þeim átta árum sem hann hefur verið starfandi náð að skipa sér í fremstu röð og upplifað ótrúlegan vöxt og uppbyggingu á skömmum tíma, auk þess sem uppbygging hans hefur veitt öðrum íslenskum háskólum aðhald í gegnum auka samkeppni.

Sem rektor Háskólans í Reykjavík ætlar Svafa að beita sér fyrir auknum tengslum skólans við atvinnulífið auk þess að styrkja samneyti skólans við alþjóðlega háskóla í auknum mæli. Þetta mun, að mati Svöfu, auka samkeppnisfærni íslenskra fyrirtækja til lengri tíma litið enda er það hlutverk skólans að undirbúa framtíðarstjórnendur og vísindamenn þjóðarinnar fyrir störf framtíðarinnar. "Ég mun að sjálfsögðu nýta mér þá reynslu sem ég hef bæði af alþjóðlegum vettvangi og úr atvinnulífinu. Auk þess hefur Svafa hug á að efla rannsóknarstarf við skólann. "Kosturinn við vísindastarf er að það er ekki bundið landfræðilegri legu landsins eða tungumáli viðkomandi þjóðar. Vísindastarf er í eðli sínu alþjóðlegt og ég held að við höfum einfaldlega svo margt sérstakt og einstakt sem við getum byggt á og haft fram að færa til alþjóðavísindasamfélagsins," segir Svafa.

(Sjá viðtal við Svöfu í Viðskiptablaðinu í dag)