Meiri umræða og vakning er fyrir nýjum reglum sem eru innleiddar í frumvörpum þótt ekki sé komið svo langt að afnema aðrar jafn veigamiklar reglur á móti.

Þetta sagði Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri löggjafarmála í forsætisráðuneytinu, á fundi Félags atvinnurekenda þar sem fjallað var um reglubyrði í atvinnulífinu.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að engar nýjar íþyngjandi reglur verði innleiddar fyrir atvinnulífið án þess að um leið falli aðrar brott.

Páll sagði á fundinum að oftrú væri oft á löggjöf og ný lög notuð sem svar við of mörgu. Þetta væri vegna skorts á þekkingu á öðrum stjórntækjum.