Innflutningur á gullstöngum jókst talsvert, sé árið 2013 borið saman við 2014. Fyrra árið nam verðmæti innfluttra gullstanga 1.588.197 kr. borið saman við 4.018.193 kr. seinna árið. Innflutningur á skartgripum úr góðmálmum jókst talsvert meira á sama tímabili, úr 113.912.189 krónum borið saman við 177.369.491 krónur.

Þá var flutt inn gullduft að verðmæti 567.164 kr. árið 2014, en árið áður var ekkert gullduft flutt inn. Innflutningur á demöntum sem ekki eru ætlaðir til notkunar í iðnaði jókst lítillega. Verðmæti þeirra var 14.817.015 kr. borið saman við 13.799.535 kr. fyrra ár. Innflutningur á skartgripum úr ódýrum málmum dróst hins vegar saman milli ára. Árið 2014 nam verðmætri slíkra skartgripa 98.408.611 kr. en árið 2013 var verðmætið 122.893.054 kr.