Boyd Ermann, dálkahöfundur kanadíska viðskiptablaðsins Financial Post, telur að fjárfestingafélagið Clarke & Geosam Investments hafi áhuga á að gera kauptilboð í kanadsíska fyrirtækið Atlas Cold Storage.

Avion Group hefur boðið sjö kanadíska dollara á hlut í félagið, sem samsvarar 574 milljónum dollara eða um 36 milljörðum króna.

Clarke & Geosam 10,5% hlut í Atlas Cold Storage og George Armoyan, sem stýrir félaginu, á jafnframt 20,1% hlut í Versacold Income Fund, sem er stærsti keppinautur Atlas Cold Storage.

Sérfræðingar búast við því að Armoyan hafi áhuga á að sameina Atlas Cold Storage og Versacold, en benda þó á að samkeppnisyfirvöld í Kanada geti gert athugasemdir við samruna félaganna.

Sérfræðingar á kanadískum fjármálamarkaði verðmeta Atlast Cold Storage á 7,8-9 dollara á hlut.