Fyrir um það bil þremur árum kviknaði sú hugmynd að byggja upp baðaðstöðu við Húsavík þar sem söltu vatni, sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfða, yrði veitt í baðlaugar. Hugmyndin komst ekki á flug fyrr en á þessu ári og nú er útlit fyrir framkvæmdir á Höfðanum hefjist um mitt næsta ár, eða um leið og vinnu við deiliskipulag svæðisins lýkur.

„Böðin verða við vitann á höfðanum með útsýni yfir Norður-Atlandshafið," segir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Sjóbaða ehf. „Við hamarinn erum við að hugsa um að setja útsýnispall sem næði út fyrir bjargið og einnig hafa komið hugmyndir um að útbúa stiga niður í fjöru." Efnasamsetningin í vatninu á svæðinu er sögð mjög svipuð þeirri sem er í Baden Baden í Þýskalandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Óeðlilegt ástand í mjólkuriðnaði
  • Nýtt verkfæri til að tefja mál fyrir dómi
  • Horfur í íslensku efnahagslífi eru bjartar en brothættar
  • Óljós framtíð Bankasýslu ríkisins
  • Tryggingastofnun fer 21 milljón fram úr heimildum á árinu
  • Fimm milljarða ferja hönnuð fyrir Landeyjahöfn
  • Fordæmalausar breytingar í umhverfi auglýsingastofa
  • Verða bankarnir seldir á næsta ári?
  • Samtök atvinnulífsins eru kröftugt aðhald á stjórnvöld, segir Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri, sem er í ítarlegu viðtali.
  • Týr skrifar um leka, Huginn og Muninn eru á sínum stað og Óðinn skrifar um sögu Ríkisútvarpsins
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira