Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar fær í hverjum mánuði rúmar tvær milljónir króna í laun og launatengdar greiðslur.

Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn minnihlutans í bæjarstjórn sem birt var á Facebook síðu framboðsins Fólkið í bænum . Fram kemur í svarinu að laun bæjarstjóra hafi í júní verið 1.762.908 krónur.

Auk grunnlaunanna hlaut Gunnar aðgang að bifreið í eigu Garðarbæjar og námu greiðslur vegna bílsins 132.429 krónum í júní. Bæjarstjórinn hlaut einnig laun frá Sambandi íslenskra sveitafélaga sem námu 91.231 krónum og frá Slökkvuliði höfuðborgarsvæðisins sem námu 88.204 krónum. Bæjarstjórinn hlaut einnig 37.802 krónur fyrir hvern fund sem hann sat í bæjarstjórn sem varabæjarfulltrúi.