*

mánudagur, 6. júlí 2020
Innlent 6. september 2019 11:28

Ballarin kaupir eigur Wow

Michele Ballarin hyggst ræða kaup USAerospace á eignum þrotabús Wow á blaðamannafundi síðdegis í dag.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Michele Ballarin hyggst halda blaðmannafund klukkan 13:30 í dag til að ræða kaup USAerospace á eignum þrotabús Wow air. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ballarin.

Greint var frá því í júlí að bandarískt félag hefði keypt flugrekstrartengdar eignir Wow air úr þrotabúinu. Um tveimur vikum síðar var sagt frá því að kaupunum hefði verið rift af hálfu skiptastjóra þar sem greiðslur höfðu ekki borist á réttum tíma. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðan þá.

Ferill Ballarin er nokkuð skrautlegur en hún hefur meðal annars nokkur tengsl við Sómalíu og hergagnaframleiðslu.

Stikkorð: Wow air Ballarin