Steve Ballmer fyrrverandi forstjóri Microsoft hefur eignast 4% hlut í Twitter. Hann er þriðji stærsti einstaklingurinn sem á í fyrirtækinu.

Hluturinn er talinn vera 800 milljóna dala virði, eða um 100 milljarða króna en félagið er metið á 21 milljarð dala.

Ballmer tvítaði um kaupin og sagðist vera ánægður að hafa keypt hlutinn á síðustu mánuðum.

Vanmat Apple símana

Ballmer hló að Apple símanum aðspurður viðbrögð sín við símanum árið 2007, eins og sjá má á þessari upptöku.

Nokkrum árum seinna, eða árið 2014, viðurkenndi hann mistök sín og að Microsoft hefði átt að framleiða síma.