CCP er að vinna að gerð sjónvarpsþáttaraðar sem byggð er á EVE Online, fjölspilaratölvuleik fyrirtækisins.

Undanfarna mánuði hefur fyrirtækið verið að safna sögum frá spilurum, sögum af því sem spilararnir hafa gert eða lent í í leiknum. Hugmyndin er að nota einhverjar af þessum sögum sem grundvöll að sjónvarpsþáttaröðinni.

Baltasar Kormákur er að vinna að verkefninu með CCP, en Hilmar Veigar Pétursson greindi frá þessu í lokafyrirlestri sínum á spilarahátíð CCP í dag en Hilmar Veigar spilarði jafnframt stutt skilaboð frá Baltasar Kormák.

Baltasar Kormákur er nú staddur í Ungverjalandi við tökur á öðrum sjónvarpsþætti. Þar er um að ræða svokallaðan pilot þátt fyrir sjónarpsstöðina HBO. Það þýðir að ekki er enn öruggt að sjónvarpsþáttaröðin verði að veruleika, en ákvörðun um slíkt mun m.a. byggja á því hvernig pilot þátturinn leggst í stjórnendur HBO.

Hér má sjá nýjustu kynningarmyndina frá CCP.