Dow Jones vísistalan hækkaði um 0,4% og lauk í 12.331,60.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,2% og lauk í 2452,38.

S&P 500 vísitalan hækkaði um 0,4% og lauk í 1414,76.

Hlutabréfamarkaðir á Wall Street hækkuðu annan daginn í röð, en bætt ástand á launamarkað og óvænt styrking í þjónustugeiranum urðu til þess að líklegar telst nú að efnahagurinn kólni smám saman og hægt verði að lækka stýrivexti.

Olíufatið var nánast óbreytt í 62,43 Bandaríkjadölum.