Hlutabréf hækkuðu í Bandaríkjunum í dag eftir að Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna lofaði því um helgina að hann myndi eyða verulegu opinberu fjármagni til að skapa allt að 2,5 milljón ný störf vestanhafs eftir embættistöku sína í janúar.

Þannig hækkaði Nasdaq vísitalan um 4,1%, Dow Jones hækkaði um 3,5% og fór í fyrsta skipti í mánuð aftur yfir 9.000 stig. Þá hækkaði S&P 500 vísitalan um 3,8% í dag.

„Vonandi verður innspýting opinbers fjármagns til þess að einkageirinn taki við sér í kjölfarið,“ segir Bill Stone í samtali við Bloomberg fréttaveituna en Stone er yfirgreiningaraðili hjá PNC Wealth Management í Fíladelfíu í Bandaríkjunum.