Morgan Stanley kynnti nýja hagvaxtaspá í kvöld. Útlitið hefur versnað mikið frá fyrri spá og samkvæmt henni eru Bandríkin og Evrulöndin hættulega nærri kreppu næstu 6-12 mánuði. Kreppa er samkvæmt skilgreiningu þegar samdráttur er tvo ársfjórðunga í röð.

Morgan Stanley.
Morgan Stanley.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Morgan Stanley lækkaði hagvaxtaspá spá sína fyrir heiminn úr 4,2% í 3,9% í ár og úr 4,5% í 3,8% árið 2012.

Bankinn gagnrýndi stjórnvöld í Washington og Evrópu fyrir að taka skuldakreppuna ekki fastari tökum.

Þýskaland tilkynnti í síðustu viku að hagvöxtur á 2. ársfjórðungi hafi aðeins numið 0,1%. Sömu sögu er að segja frá Frakklandi þar sem hagvöxtur var enginn á ársfjórðungnum.