Bandaríkjadalur styrktist gagnvart flestum öðrum myntum, sem og japanska jenið, vegna ótta um að sérstök þingnefnd bandaríska þingsins muni ekki ná samkomulagi um niðurskurð í opinberum útgjöldum.

Afleiðuviðskipti með bandarísk hlutabréf fyrir benda til þess að þau muni lækka í verði þegar viðskipti hefjast í Bandaríkjunum í dag.

Nái sérstaka þingnefndin ekki samkomulagi um niðurskurð gera sérfræðingar ráð fyrir því að fjárfestar muni flýja í öruggari fjárfestingar. Þótt það hljómi undarlega í ljósi þess að bandarísk ríkisfjármál eru nú að ýta undir þennan flótta þá eru bandarísk ríkisskuldabréf ennþá talin í hópi öruggari fjárfestinga og því styrkist dalurinn.