*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Innlent 7. maí 2021 10:07

Bandaríkjamenn spenntir fyrir Íslandi

Bogi Nils er vongóður um framtíðina hjá Icelandair og segir að Bandaríkjamenn séu sérlega spenntir fyrir ferðum til landsins.

Snær Snæbjörnsson
Icelandair eru bjartsýnir um framtíðina
EPA

Bjartsýni ríkir innan Icelandair að hægt verði að hefja millilandaflug í auknum mæli á komandi mánuðum og þá virðast bandarískir ferðamenn sérlega áhugasamir um ferðir til landsins. Heildarfjöldi farþega Icelandair í millilandaflugi fyrir aprílmánuð var 8.900 miðað við 1.700 í sama mánuði í fyrra. Þeta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

„Við erum við bjartsýn á að geta aukið flugið jafnt og þétt á komandi mánuðum samhliða því sem bólusetningum miðar áfram og létt verður á ferðatakmörkunum fyrir bólusetta ferðamenn. Við finnum fyrir miklum áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi, sérstaklega frá Bandaríkjunum og þar hafa söluherferðir okkar gengið vel. Við bindum jafnframt vonir við að Evrópa muni taka við sér fljótlega með sama hætti," segir Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri Icelandair, í tilkynningunni.

Hann bendir á að önnur starfsemi félagsins sé einnig að taka við sér "Þá hefur fjöldi farþega í innanlandsflugi aukist sem helst í hendur við batnandi stöðu faraldursins og afléttingu samkomutakmarkana hér á landi. Við höfum jafnframt náð góðum árangri í fraktflutningum." Fjöldi farþega í innanlandsflugi hjá félaginu í apríl var um 11.800. Fraktflutningar félagsins jukust um 50% á milli ára í apríl. Þá hafa Hlutabréf Icelandair hækkað um 16,4% undanfarin mánuð. 

Stikkorð: Icelandair