Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu í gær og náðu fimm mánaða lágmarki. Helstu ástæður fyrir lækkunum nú eru taldar vera vísbendingar um óhagstæðar hagtölur úr bandarísku efnahagslífi auk þess hagnaðartölur nokkurra stórra fyrirtækja hafa valdið vonbrigðum. Þannig lækkaði IBM skarpt, eða um 4,2%, í gær eftir að félagið birti uppgjör sem var nokkuð undir væntingum markaðsaðila. Hlutabréf í Apple lækkuðu þó mest af öllum, eða um 9,2%, eftir að nýjar spár sérfræðinga voru settar fram.

Allar helstu vísitölur lækkuðu í gær og lækkuðu bæði S&P og Dow Jones um rúmlega 1% segir í Morgunkorni Íslandsbanka.