*

laugardagur, 29. febrúar 2020
Erlent 6. ágúst 2019 10:27

Bandarísk hlutabréf ná sér eftir hrun

Framvirkir samningar hækka eftir versta hrun ársins á hlutabréfamörkuðum í gær eftir að deilur við Kína harðna.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Framvirkir samningar á bandaríska hlutabréfavísitölur hafa farið hækkandi í morgun á ný eftir mesta hrun hlutabréfaverðs á mörkuðum landsins í gær.

Lækkaði Dow Jones vísitalan um 2,9%, S&P 500 vísitalan lækkaði um 3% og Nasdaq Composite vísitalan lækkaði um 3,5% í kjölfar tilkynningar Bandaríkjaforseta um frekari tolla á kínverskar vörur og viðbragða kínverskra stjórnvalda að lækka gengi gjaldmiðilsins gagnvart þeim bandaríska.

Í kjölfar þess að kínversk stjórnvöld leyfðu Yuaninu að fara niður í lægstu mörk þess verðbils sem gjaldmiðlinum hefur verið sett, skilgreindi bandaríska fjármálaráðuneytið Kína sem aðila sem beiti misnotkun á gjaldeyrismörkuðum í fyrsta sinn síðan árið 1994.

Fór gjaldmiðillinn niður fyrir það sem Bandaríkin hafa sagt vera línu í sandinum, eða niður fyrir 7 dali á Yuanið, eftir að Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti um 10% tolla á kínverskar vörur fyrir andvirði 300 milljarða dala til viðbótar frá 1. september næstkomandi.

Í morgun hafa framvirkir samningar á bandarískar hlutabréfavísitölur náð sér að hluta til aftur á strik, fór Dow Jones upp um 0,95%, S&P 500 framvirkir samningar hafa hækkað um 1% í morgun og Nasdaq Composite hafa hækkað um 1,27% að því er fram kemur í MarketWatch.