Í endurskoðuðum hagvaxtartölum Bandaríkjanna kemur fram að hagvöxtur í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var 3,2% á þriðja ársfjórðungi, eftir nokkuð laka byrjun á árinu. Þetta kemur fram í frétt Financial Times.

Wall Street hagvísar reiknuðu með því að hagvöxtur yrði 3% og samkvæmt upprunalegum gögnum Hagstofu Bandaríkjanna var hagvöxtur 2,9%. Hagvöxtur hefur því ekki verið eins mikill í Bandaríkjunum síðustu tvö ár og á fyrsta ársfjórðungi óx hagkerfið bandaríska um 0,8% og 1,4% á öðrum ársfjórðungi.

Vöxtur í einkaneyslu keyrði hagvöxtinn upp en útflutningur hafði einnig jákvæð áhrif. Fjárfesting og staða fyrirtækja skánaði einnig á ársfjórðungnum. Þessar tölur eru líklega vatn í myllu þess að stýrivextir verði hækkaðir í fyrsta sinn á þessu ári.