Bandaríska væntingavísitalan, sem stofnunin Conference Board birtir mánaðarlega, lækkað um 15 stig frá júlí til ágúst. Í ágúst mældist væntingavísitalan 44,5 stig. Er það meiri lækkun er gerðu sérfræðingar ráð fyrir því að hún myndi lækka úr 59,5 stigum í 52 stig. Meðaltal hennar liggur í 68,9 stigum. Bandarísksa væntingavísitalan hefur ekki verið lægri frá því í apríl 2009.

Væntingavísitala Gallup var einnig birt í dag og mældist hún 50,1 stig. Bæði íslenskir og bandarískir neytendur eru því frekar svartsýnir en bjarsýnir á efnahags- og atvinnumál. Vísitalan mælir væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífisins, og þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri svartsýnir en bjartsýnir.