Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að styðja við Bank of America með því að leggja honum til 20 milljarða dala og ábyrgjast að auki 118 milljarða dala. Heildarstuðningur ríkisins er því 138 milljarðar dala.

Bank of America hefur áður fengið 25 milljarða dala fjárframlag frá ríkinu og framlagið er því orðið 45 milljarðar dala, sem er það sama og keppinauturinn Citigroup hefur fengið, að því er segir í WSJ.

Stuðningurinn nú kemur í framhaldi af upplýsingum um að Merrill Lynch, sem Bank of America tók yfir eftir bankahrunið í haust, hafi staðið veikar en þá var talið, að því er segir í FT.