Hlutabréfamarkaðir lækkuðu í Evrópu í dag, fimmta daginn í röð, en að sögn Reuters fréttastofunnar voru það helst bankar og fjármálafyrirræki sem leiddu lækkanir dagsins.

FTSE 300 vísitalan, sem mælir helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu, lækkaði um 1,7% en hafði um tíma lækkað um tæp 2%.

Barclays bankinn lækkaði mest allra banka eða um 10,1%. Þá lækkaði Royal Bank of Scotland um 7,1%, Credit Agricole um 6,5% og HBOS um 3,7%.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,6%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 0,4% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 1,75%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 1,5% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 1%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 1,4%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 1,6% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 0,4%.