Ákvörðun Libor-vaxta hefur verið tekin úr höndum bankanna sem séð hafa um hana um árabil og færð í hendur NYSE Euronext, móðurfélags kauphallarinnar í New York.

Bankarnir Barclays, UBS og Royal Bank of Scotland hafa allir verið sektaðir fyrir að hafa tekið þátt í misnotkun á vaxtaákvörðunarferlinu, en Libor vextir eru notaðir sem viðmið í fjármálasamningum upp á gríðarlegar fjárhæðir á degi hverjum.

Ný stofnun, NYSE Euronext Rate Administation, verður staðsett í London og mun lúta eftirliti breska fjármálaeftirlitisins.