Stefan Ingves, seðlabankastjóri Sænska seðlabankans, segir að sænsk stjórnvöld verði að herða reglur um bankastarfsemi umfram viðmið í Skandinavíu, jafnvel þó að stærstu lánveitendur hafi gefið í skyn að þeir hyggist flytja úr landi.Í viðtali við Bloomberg talaði Stefan fyrir sátt og samlyndi.

„En þegar allt kemur til alls, að því gefnu að það er veski almennings sem er að baki bankakerfinu og svo lengi sem það er þannig, þá er það undir hverju ríki komið að ákveða hvað það gerir,“ sagði Stefan Ingves.

Bjoern Wahlroos, Stjórnarformaður Nordea Bank, sagði fyrr í þessum mánuði að svo gæti farið að bankinn flytji höfuðstöðvarnar til að flýja hertar reglur. Í svíþjóð eru fjórir af sex stærstu bönkum Norðurlandanna með höfuðstöðvar.