Ikano banki, sem er í eigu sænska húsgagnaframleiðandans Ikea, hyggst sækja fram í Danmörku.  Telja stjórnendur bankans fjármálakreppuna vera tækifæri fyrir hann.

Er ætlunin að bankinn veiti meiri þjónustu til einstaklinga.  Hluti af þeirri ráðagerð var að kaupa lánasafn bandaríska fjármálarisans Citigroup í Danmörku.

Ikano bankinn hefur frá árinu 1978 aðallega veitt stórum keðjum bankaþjónustu, svo sem Ikea og Bauhaus.