Gengi hlutabréfa BankNordik í Færeyjum rauk upp um 15,19% í afar litlum viðskiptum í dag. Þetta var mesta hækkun dagsins. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Eimskips um 1,84% í viðskiptum upp á 705 milljónir króna og bréf Icelandair Group um 1,19% í tæplega 490 milljóna króna viðskiptum. Þetta voru jafnframt mestu viðskipti dagsins. Gengi hlutabréfa Össurar hækkaði svo um 0,48%.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 0,69%, Haga um 0,38% og Vodafone um 0,29%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,36% og endaði hún í 1.219,83 stigum.