Franz Jezorski, athafnamaðurog fv. stjórnarformaður Heklu, mun að öllu óbreyttu kaupa 50% hlut Friðberts Friðbertssonar, forstjóra Heklu, með þeim fyrirvara að Volkswagen í Þýskalandi og aðrir framleiðendur sem Hekla hefur umboð fyrir veita samþykki sitt. Hlutur Friðberts er samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins metinn á um 1,1 milljarð króna.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá um miðjan febrúar höfðu þeir Franz og Friðbert gert samkomulag um að tækist Friðberti að fjármagna kaup á hlut Franz myndi hann kaupa hann út, ella myndi Franz kaupa Friðbert út. Samkomulagið var í gildi til 15. mars, þ.e. föstudagsins í síðustu viku. Síðdegis á föstudag sendi Franz starfsmönnum Heklu tölvupóst þar sem fram kom að hann myndi kaupa hlut Friðberts í félaginu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð.