Barclays, þriðji stærsti banki Bretlands, sagðist í gær þurfa að afskrifa 1,7 milljarða punda. Hins vegar þyrfti bankinn ekki að ráðast í aðgerðir til að sækja sér aukið fjármagn.

Að mati sérfræðinga gæti slíkt aðgerðaleysi reynst áhættusamt við núverandi aðstæður á mörkuðum.

Barclays sagði einnig að hagnaður hefði dregist saman um þriðjung á fyrstu þremur mánuðum ársins, en engu að síður væri bankinn enn rekinn með hagnaði.