Greiningarfyrirtækið Barclays Capital mælir ennþá með undirvogun í hlutabréfum Landsbanka, nú eftir að uppgjör annars ársfjórðungs var birt. En uppgjör annars fjórðungs var lægra en á fyrsta fjórðungi, aðallega vegna taps í verðbréfaviðskiptum, segir í frétt Dow Jones.

Barclays Capital segir að uppgjör Landsbankans hefði verið svipað því hjá KB Banka, ef sérstakur kostnaður KB Banka væri tekinn út.

Ennfremur segir greiningarfyrirtækið að áhrif innlendra verðbréfaviðskipta muni hafa sífellt minni áhrif á gengi bankans eftir því sem umsvif erlendra fjárfestinga bankans aukast.

Ennþá ríkir óvissa um aðgang bankans að erlendum fjármálamörkuðum, segir Barclays Capital.