Svissneski matvöruframleiðandinn Nestle hefur samþykkt kaup á barnafæðisframleiðslu fyrirtækisins Pfizer. Nestle, sem er stærsti matvöruframleiðandi heims, mun greiða 11,85 milljarða bandaríkjadala fyrir framleiðsluna. Þetta eru dýrustu kaup Nestle á framleiðslu barnafæðis en áður hefur fyrirtækið fest kaup á Gerber og Novartis Nutrition.

Um 85% af sölu Pfizer er  þróunarlöndum en undanfarið hafa Nestle og fleiri fyrirtæki keppst um yfirráð á þeim markaði. Fjöldi tilboða bárust til kaupa á Pfizer en hæsta tilboðið áttu Nestle. Samkeppnisyfirvöld eiga þó enn eftir að samþykkja kaupin en verði þau samþykkt verður Kína þriðja stærsta viðskiptalandi Nestle.